Fyrirlesarar
Olga Trofimtseva 
Fyrrum landbúnaðarráðherra Úkraínu

Olga Trofimtseva er úraínsk stjórnmálakona, stjórnandi og doktor í landbúnaðarvísindum.  Hún hefur yfirgripsmikla reynslu af stjórnun landbúnaðarmála í heimalandinu sínu og á alþjóðlegum vettvangi. Stríðið í Úkraínu hefur gjörbreytt heimsmyndinni, og hafa íbúar landsins og stjórnkerfi þurft að takast á við nýjan veruleika hvað varðar fæðuöryggi og aðfangakeðjur.
Pete Ritchie
Framkvæmdastjóri samtakanna Nourish Scotland

Markmið samtakanna Nourish Scotland sem Pete Ritchie stýrir er að tryggja aðgang allra að næringarríkum mat á viðráðanlegu verði. Einnig að framleiðsla og dreifing matvæla sé unnin af umhyggju fyrir jarðvegi, loftslagi og lífríkinu og matvælaframleiðendur, dreifingaraðilar og neytendur deili yfirráðum yfir matvælakerfinu. Samtökin leggja áherslu á að Skotar rækti meira af því sem þeir borða, og borði meira af því sem þeir rækta.

Cookies policy