Matvælaþing verður haldið í fyrsta sinn í Silfurbergi í Hörpu 22. nóvember 2022.
Markmið þingsins er sameina undir einu þaki þær fjölmörgu og ólíku starfsgreinar sem koma að framleiðslu, vinnslu og dreifingu matvæla á Íslandi. Þinginu er jafnframt ætlað að verða vettvangur fyrir samræðu milli neytenda, stjórnvalda og framleiðenda um matvæli.
Á þinginu mun Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra kynna drög að matvælastefnu fyrir matvælalandið Ísland og hvernig stefnan mun nýtast til framtíðar. Gestafyrirlesarar munu flytja erindi um árangur annarra þjóða við stefnumörkun í matvælaframleiðslu og örmálstofur verða haldnar um afmörkuð efni.
Þingið verður sett klukkan 09:15 en opnað er fyrir léttar veitingar frá 08:45. Þinginu lýkur klukkan 16:00.


