February 12 2019

Centerhotel Midgarður - Fundarherbergið Ás

Laugavegur 120, 101 Reykjavik

New York Film Academy - Kynning og áheyrnarprufur

Dreymir þig um læra leiklist eða kvikmyndagerð? Nú er tækifæri til að sækja um inngöngu í leiðandi kvikmyndaskóla í New York, New York Film Academy! Fulltrúar NYFA verða með prufur og kynningu á námi skólans 12. febrúar næstkomandi.
 

New York Film Academy (NYFA) býður spennandi möguleika innan kvikmyndagerðar, leiklistar, ljósmyndunar, framleiðslu mynda, handritagerðar, kvikmyndatöku, blaðamennsku, leikja hönnunar og teiknimyndagerðar. NYFA er með bækistöðvar í New York og Los Angeles .

Þeir sem koma í áheyrnarprufur eða sýna vinnumöppur hafa einnig möguleika á að sækja um styrk að upphæð 10,000 -15,000 USD á ári. Upphæðin fer eftir því hvaða nám verður fyrir valinu.

Það er mikilvægt að vita að ekki allt nám hjá NYFA er lánshæft hjá Lánasjóði Íslenskra Námsmanna (LÍN). Það er hinsvegar hægt að fá fjárhagsaðstoð frá skólanum upp að allt að 15.000 dollurum á ári.

Dagsetning: 12. febrúar 2019

Tími: Prufur frá 15.00 - 20.00 - Kynning frá 20.00 - 21.00

Staður: Centerhotel Midgarður - Fundarherbergið Ás, Laugavegur 120, 101 Reykjavik

Dagskrá:

Áheyrnarprufur og mat á vinnumöppun (Portfolio Reviews)
Kynning á námi

Allir sem hafa áhuga náminu eru velkomnir á kynningu á náminu. Þeir sem hafa áhuga á áheyrnarprufum eða sýna vinnumöppur þurfa að skrá sig hjá sérfræðingi okkar í námi erlendis.

Til að taka þátt í prufunum/hæfnisprófinu þarf að greiða 65 dollara gjald (u.þ.b. 8.000 kr.)

Prufur

Ef þú hefur áhuga á námi sem reynir á framkomu þá getur þú skráð þig í áheyrnarprufu. Á við ef þú vilt sækja um leiklist eða söngleik í eitt ár eða lengur.

Prufurnar taka um 15 mínútur. Til þess að koma í prufu þarft þú að leggja inn umsókn hjá KILROY. Hafðu samband við ráðgjafa okkar til að fá nánari upplýsingar um hvernig þú sækir um og hvaða möguleika þú hefur á að fá styrki. 

Vinnumöppur / Portfolio Review

Ef þú hefur áhuga á handritagerð, teiknimyndagerð, ljósmyndum, kvikmyndagerð eða leikjahönnun þá skráir þú þig í sýningu á vinnumöppu (Portfolio Review). NYFA skoðar möppur fyrir nám sem leiðir til  gráðu degree;  Associate of Fine Arts, Bachelor of Fine Arts, Master of Fine Arts eða Master of Arts).

Skoðun á vinnumöppu tekur um 15 mínútur. Til þess að sýna vinnumöppu þarft þú að leggja inn umsókn hjá KILROY. Hafðu samband við ráðgjafa okkar til að fá nánari upplýsingar um hvernig þú sækir um og möguleika þína á að fá styrk. 

Kynning

Skráðu þig á kynningu á námsmöguleikum hjá  NYFA, upplýsingar um umsóknarferli, visaáritun, gistingu, fjárhagsupplýsingar sem og annað mikilvægt að vita áður en haldið er utan í nám. Þú færð einnig tækifæri til að spyrja spurninga. Allir eru velkomnir á kynninguna og aðgangur er frír. Endilega takið foreldra ykkar með ef þau hafa áhuga á að vita meira um námið ykkar. Þeir sem koma á kyninnguna þurfa ekki að koma í áheyrnarprufur eða sýna möppu. 
 

Vinsamlegast notaðu formið hér fyrir neðan til þess að skrá þig í áheyrnarprufu, sýningu á vinnumöppu eða kynningu á náminu.  Þú munt fá staðfestingu á skráningu frá KILROY.

Engin skylda er að sækja um skólann þó að þú komir í prufur eða á kynninguna. Þú getur tekið ákvörðun eftir að þú veist hvort þú fáir styrk. Sérfræðingur okkar í námi erlendis aðstoðar þig við umsóknarferlið þér að kostnaðarlausu.

Registration date has been ended, please contact event organizer.

Map

The key locations of your event

Press Room, Main Conference Venue, Hotel 1.