February 25 2019

Skrifstofa KILROY

Lækjartorg 5

Námskynning - Norður-Ameríka

Nú er tækifæri til að fá frekari upplýsingar um nám erlendis og að þessu sinni er fókusinn á Norður-Ameríku
Námssérfræðingur KILROY gefur góð ráð varðandi nám erlendis og fer létt yfir það sem er í boði varðandi nám og námsstyrki og hvernig við getum hjálpað þér að sækja um nám erlendis. Fulltrúar frá eftirfarandi háskólum munu síðan koma og halda stutta kynningu á sínum skóla og vera innan handar til að spjalla við þig og svara öllum þeim spurningum sem þú kannt að hafa. Skólarnir sem verða á staðnum eru:

Thompson Rivers University
Hawaii Pacific University
Santa Barbara City College
University of California San Marcos
 

Að auki færð þú tækifæri til að ræða við ráðgjafa KILROY og hitta aðra sem eru að huga að námi erlendis. Þetta er frábært tækifæri fyrir þig til að fá frekari upplýsingar um nám erlendis.

Tími og Staðsetning

Dagsetning: Mánudaginn 25. febrúar 2019

Staður: Skrifstofa KILROY, Lækjartorg 5, 101 Rvk

Tími: 18:00-20:00

Athugaðu að kynningin er ókeypis takmörkuð sæti eru í boði svo við biðjum þig um að skrá þig hér að neðan.

Við hlökkum til að hitta þig!

Registration date has been ended, please contact event organizer.

Kort

Skrifstofa KILROY, Lækjartorg 5, 101 Rvk

This site uses cookies to deliver our services. By using our site, you acknowledge that you have read and understand our Cookie Policy

cookie-close