Háskólakynning KILROY 2019

11. september frá 17:00-20:00

September 11 2019

Bíó Paradís

Hverfisgata 54, 101 Reykjavík

Háskólakynning KILROY 2019

Miðvikudaginn 11. september 2019 frá klukkan 17:00 til 20:00 gefst þér tækifæri til að kynna þér háskólanám erlendis. Fulltrúar frá fjölda erlendra háskóla verða á staðnum ásamt sérfræðingi okkar í námi erlendis. Þetta er frábært tækifæri til þess að fá svör við öllum þínum spurningum um nám erlendis!
 

Á hverju ári stendur KILROY fyrir stórri háskólakynningu þar sem þér gefst tækifæri til að hitta fulltrúa frá fjölda erlendra háskóla og kynna þér það fjölbreytta nám sem skólarnir bjóða upp á.

Í ár verða 6 háskólar frá 4 löndum á kynningunni. Sérfræðingur okkar í námi erlendis verður einnig á staðnum ásamt fleira starfsfólki KILROY á Íslandi til þess að svara spurningum um allt það sem viðkemur námi og starfsnámi erlendis og hvernig KILROY getur aðstoðað þig þegar kemur að því að velja og sækja um nám erlendis.

Háskólakynningin hefst á stuttri kynningu frá 17:00 - 17:30 um nám erlendis. Þar mun sérfræðingurinn okkar, Linnea, deila okkar helstu ráðum þegar kemur að námi erlendis, allt frá umsóknarferlinu til fjármögnunar. Ekki missa af því! 

Eftir kynninguna er síðan hægt að labba á milli bása skólanna 6, kynnast þeim betur og fá svör við öllum þínum spurningum.
 

Nýttu tækifærið og hittu fulltrúa frá eftirfarandi háskólum:

Ástralía

University of the Sunshine Coast
University of Technology - Sydney

Bandaríkin

Hawaii Pacific University
Santa Barbara City College

Kanada

Thompson Rivers University
 

England

BIMM Institute

Það er frítt inn á viðburðinn og allir eru velkomnir.

Við hlökkum til að sjá þig!

Registration date has been ended, please contact event organizer.

Kort

Staðsetningin á viðburðinum